Monday, June 13, 2011

Í Furuvik...

Við fórum með mömmuhópnum um síðustu helgi til Furuvik . Gistum í safaritjaldi og alles :-). Það var æði..... Þetta myndbrot er tekið við vatnið sem safaritjöldin/kofarnir standa við.

Monday, December 13, 2010

Litla lúsían...

Thursday, July 15, 2010

Ljúfa sumarlíf....

Thursday, July 08, 2010

Skarphéðinn 6 ára

Skarphéðinn tók hátíðahöldunum á afmælinu sínu með stóískri ró.... stökk ekki bros á meðan afmælissöngurinn var sunginn, blés örsnöggt á kertin að honum loknum- og hallaði sér svo kúl aftur til baka... :-)

Eins og Freyr orðaði það: "Hann brosir ekki, situr bara íhugandi - en svo neglir hannedda!"
Enda er þetta ekkert grín.....



Busl... :-)

Saturday, June 26, 2010

Skarphéðinn við Geysi... ;-)

Thursday, June 10, 2010

Það er svo gaman að eiga afmæli - og fara í pikknikk :-)

Já mamman átti afmæli í dag, og í tilefni af því fór hún í pikknikk til Sigtuna með börnunum - Freyr var í Norrköping. Skarphéðinn valdi tertuna í tilefni dagsins: Brúðkaupsterta Victoríu og Daníels frá Frödinge :-). Og fullt af jarðaberjum og ýmsu öðru gúmmelaði.
Mamman fékk gallajakka í afmælisgjöf (sem passaði!) Þau innkaup voru outsourcuð af Frey til Hrefnu (smart múv).

Frábær dagur... :-) !



Afmælissöngurinn tekinn...




Skoðuðum "fuglaskraut" sem var þarna til sölu



Svo upphófust hinar ýmsu hopp- og leikfimiæfingar... (!) Ótrúlega fyndið...


Wednesday, May 05, 2010

Vor á Skansen







Mamman, Skarpi og Unnur Sóldís tóku sér frí á mánudaginn og fóru á Skansinn með Hildu, Siri og Maria. Skarpi og Hilda voru í sama Mömmuhóp þegar þau voru lítil, og hópurinn heldur enn saman og hittist af og til - bara mömmurnar, börn og mömmur - eða hele familjen.

Þetta var frábær dagur....
Klappa dýrum, leika úti, fara á hestbak, borða pönnukökur úti, smá tívolítæki, vinna drasl í lottói - einsog andlitsliti - sem óspart voru notaðir og vöktu mikla gleði... :-)

Maður var líka bara svo glaður með að vera úti í góðu veðri eftir langan vetur held ég....
Hér er linkur á mynda-albúm frá Skansen heimsókninni.

Sunday, February 21, 2010

Fjör

Það má ekki líta af þessum gemlingum í 3 sekúndur....!
Hér hafði sú stutta náð í opinn poka með sallatsblöðum úr ísskápnum, og var að kanna þetta í rólegheitunum í sófanum....
(Niðurstaðan var að flest blöðin væru óæt).


Thursday, February 18, 2010

Morgunstund gefur gull í mund.... eða þannig.

Myndina hérna efst tók Skarphéðinn sjálfur af sér og systur sinni... :-)



Sunday, February 07, 2010

Skíðaferð í Sälen

Fjölskyldan fór í skíðaferð, ásamt þeim Sóleyju, Guðjóni og fjölskyldu. Ekki vildi betur til en svo að öll fjölskyldan fékk gubbupestina í skíðafríinu!
Glatað... Svo það var svona frekar almennt óstuð á liðinu...












alt=""id="BLOGGER_PHOTO_ID_5440666821238220546" />

Saturday, February 06, 2010

Prjónaperlurnar á topp 10 sölulista fyrir Janúar!

Bókinni okkar Erlu sem kom út í nóvember, Prjónaperlur - prjónað frá grasrótinni, hefur verið rosalega vel tekið - sem er svo gaman... :-)

Nú í janúar var hún í 8. sæti yfir mest seldu bækur á Íslandi - ótrúlega gaman !


Monday, February 01, 2010

Allt á kafi í snjó

Hér er ferðast á sleðanum í og úr leikskólann, vagninn drífur ekki yfir snjóskaflana....!
Unni Sóldísi finnst það mikið sport, hleypur alltaf spennt og sest fremst á sleðann, bendir svo Skarphéðni ákveðin á að hann á að setjast fyrir aftan sig :-).


Thursday, January 07, 2010

Í byrjun árs....

Hér í Svíþjóð er nú mikið vetrarríki, mjög flott. Krakkarnir elska að vera úti og renna sér á sleða og búa til snjóhús og snjókarla og allt það.
Ekta vetur.

Sjá þessa sætu mýslu.... í nýju lopapeysunni sinn.... :-)






Wednesday, January 06, 2010

Hrefna á afmæli í dag

Jæja, skvísan er orðin 21 árs!
OMG hvað tíminn líður....


Friday, December 25, 2009

Nokkrar jólamyndir







Thursday, December 24, 2009

Á aðfangadag....

Fyrsti myndbúturinn: Rétt eftir matinn, rétt áður en pakkarnir voru opnaðir, spennan í hámarki...Freysi í sparifötunum (not!) að ganga frá inní eldhúsi, Hrefna að fá sér "ferskt" loft, allir að búa sig undir að vinda sér í lætin....

Næsta myndbrot: aðeins síðar.... og þriðja enn síðar...
:-)





Tuesday, December 22, 2009

Allt á kafi í snjó!

Já hér er sko jólalegt, allt á kafi í snjó - mjög flott.
Þessi mynd er í boði Skarphéðins - hann gekk hér um og smellti af öllu og engu..... :-)
.

Jólajóla...

Við fórum á jólaball Íslendingafélagsins hér í Stokkó. Dönsuðum í kringum jólatréð og allir fengu pakka - Unnur Sóldís var skíthrædd við sveinka !!!

:-)

.



Saturday, December 19, 2009

Unnur og Brynja

Halla Dóra, Bjarni og Brynja komu í heimsókn um daginn. Brynja er bara nokkrum mánuðum eldri en Unnur Sóldís. Hér er mynd af þeim píum sem Halla Dóra tók. Unnur með myndavélabrosið.... :-)



Tuesday, December 15, 2009

Sæææt....!


Alltaf stuð

(Þessar fara ekki á jólakortið).

Prjónaperluævintýrið...

Já, ég (Halldóra) fór til Íslands í lok nóvember í tilefni útgáfugleði Prjónaperla. Það var ÆÐI......!! Mjöööög ánægjuleg uppskera eftir langa og stranga vinnutörn í bókinni. Útgáfugleðin var haldin í Iðu í Lækjargötu - og það mættu á annað hundrað manns !!! Ég og Erla ætluðum bara að sitja og prjóna og spjalla og hafa það kósí með gestunum - en ónei... maður var einsog reitt hæna að heilsa öllum og árita bækur hægri og vinstri og spjalla við gamla og nýja vini og prjónara. Við Erla vorum alveg steinhissa - en mjög ánægðar, okkur leið einsog svaka kvikmyndastjörnum... :-) Og allir voru svo ánægðir og jákvæðir með bókina sem var svo gaman að heyra.
Meiriháttar.

Svo vorum við á fullu að keyra bókina í búðir og senda útá land, svo nú fæst hún í verslunum víða um land. Við (aðallega Erla og fjölskylda samt!) erum búnar að dreifa rúmlega 2000 eintökum, þannig að salan gengur mjög vel. Þetta er nu meira prjónaævintýrið, svakalega gaman....

:-)

Monday, November 16, 2009

Ýmislegt að frétta...

Jæja, það er ýmislegt að frétta síðan síðast....
Unnur Sóldís er byrjuð að vera nokkra tíma á dag á leikskólanum (!), og mamman farin að vinna 50% í háskólanum. Hún er eitthvað svo lítil greyið litla og mömmunni finnst hún varla ná uppúr stígvélunum... soldið erfitt að skilja hana eftir.

Skarphéðinn er byrjaður í Íþróttaskólanum á sunnudögum, og finnst það Ógeðslega skemmtilegt.... allir fengu bol með merki félagsins sem heitir IK (=Idrottsklubben) Frej eða Íþróttafélagið Freyr(!), og honum finnst hann ekkert smá kúl.....

Svo var mamman að klára nýja prjónabók með Erlu frænku; Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni. Hún kemur út í næstu viku og mamman býst við að fara til Íslands til að vera með á útgáfugleðinni 28. Nóv.

Lesið meira um Prjónaperlur hér.